Við erum hér,
Félag stjórnenda
01 / 03
Orlofshús
Félag stjórnenda á 10 orlofshús ásamt 23 húsum sem STF sem meðlimir hafa aðgang að.
Lesa nánar
Styrkir
Hér eru upplýsingar um alla okkar styrki
Lesa nánar
Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóður okkar er gríðarsterkur og vel rekinn. Hér eru frekari upplýsingar um sjúkrasjóðinn.
Lesa nánar
Starfsmenntun
Félagsmenn eiga rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengdu námi. Hér eru frekari upplýsingar um starfsmenntasjóð.
Lesa nánar
Um félagið
Félag stjórnenda er kraftmikið stéttarfélag sem varð til eftir sameiningu fjögurra öflugra félaga: Stjórnendafélag Suðurlands, Stjórnendafélag Suðurnesja, Stjórnendafélagið Jaðar á Akranesi og Stjórnendafélag Vesturlands. Með þessari sameiningu styrkjum við stöðu stjórnenda og einyrkja í sjálfstæðri atvinnustarfsemi um land allt. Félagið var stofnað 26 júní 2024 en saga fyrri félaga allt til ársins 1935 og við erum því með yfir 80 ára reynslu.
Félag stjórnenda er fyrir einstaklinga í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum sem og fyrir einyrkja sem starfa sjálfstætt. Við leggjum áherslu á að efla hæfni, þekkingu og réttindi félagsmanna okkar, og stuðla að framúrskarandi stjórnun og leiðtogahæfni í íslensku atvinnulífi.
Orlofshús um allt land
Félag stjórnenda á 10 bústaði en félgsmenn hafa einnig aðgang að öllum 29 orlofskostum STF Þau eru í útleigu allan ársins hring. Húsin henta vel til að slappa af eða til að fara í skíðaferð yfir veturinn og eru af öllum stærðum og gerðum
Launavernd
Félagsmenn okkar fá launavernd þegar þeir byrja að greiða til okkar. Það þýðir að verði félagsmaður fyrir vinnutapi tengdu sjúkdóma eða slyss á hann rétt á dagpeningagreiðslum úr sjúkrasjóði sem nemur 80% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða (greiðum allt að 9 mánuði).
Menntastyrkir
Félagsmenn eiga rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengdu námi. Fyrirtæki geta einnig fengið niðurgreiðslu á námi tengdu starfi viðkomandi starfsmanns sem er greiðandi félagi hjá STF.
Heilsutengdir styrkir
Í boði eru ýmiskonar styrkir tengdir heilsu eins og tómstundastyrkir*, kírópraktor, nuddi, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupum, fæðingastyrkir og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.
Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóður STF er vel rekinn og er gríðarsterkur. STF hefur ekki þurft að grípa til skerðinga á greiðslum eins og aðrir sjóðir. Sjúkrasjóðurinn á íbúð í Kópavogi sem er ætluð félagsmönnum sem þurfa að sækja sjúkrameðferð til Reykjavíkur. Hægt er að sækja ýmsa styrki vegna heilsubrests í sjúkrasjóð. Þ.a.m heyrnartæki, augnaðgerðir, krabbameinsskoðun og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.
„Ég valdi stjórnendafélagið vegna þess að þar fæ ég aðgang að góðum orlofshúsum. Ég fæ líka ýmiskonar heilsutengda styrki sem skiptir mig miklu máli. “
Andri Lindberg Karvelsson