Um okkur
Um Félag stjórnenda
Félag stjórnenda er kraftmikið stéttarfélag sem varð til eftir sameiningu fjögurra öflugra félaga: Stjórnendafélag Suðurlands, Stjórnendafélag Suðurnesja, Stjórnendafélagið Jaðar á Akranesi og Stjórnendafélag Vesturlands. Með þessari sameiningu styrkjum við stöðu stjórnenda og einyrkja í sjálfstæðri atvinnustarfsemi um land allt. Félagið var stofnað í 26 júní 2024 en saga fyrri félaga allt til ársins 1935 og við erum því með yfir 80 ára reynslu.
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu og stuðning fyrir félagsmenn okkar, þar á meðal:
1
Kjarasamninga og réttindavernd
Við tryggjum félagsmönnum okkar betri kjör og verndum þeirra réttindi á vinnumarkaði.
2
Fræðsla og þjálfun
Við bjóðum upp á námskeið, ráðstefnur og vinnustofur sem miða að því að bæta stjórnunarhæfni og leiðtogahæfni.
3
Ráðgjöf og stuðningur
Við veitum faglega ráðgjöf í tengslum við starfsþróun, vinnumarkaðsmál og persónuleg málefni.
4
Sjúkrasjóður
Einn af öflugustu sjúkrasjóðum landsins. Greiðir bætur í veikinda- og slysatilfellum.
Saga félaganna
Félag stjórnenda varð til eftir sameiningu fjögurra stjórnendafélaga víðsvegar um landið. Saga þessara félaga er bæði áhugaverð og skemmtileg en hér fyrir neðan eru hlekkir á sögu félaganna.
Stjórnendafélag Suðurnesja
Verkstjórafélag Suðurnesja var formlega stofnað, þann 12. janúar 1950. Félagið fagnaði því 70 ára afmæli árið 2020. Stofnendur félagsins voru 14 verkstjórar úr Vogum, Grindavík, Keflavík, Höfnum og Garði. Strax á stofnfundinum var sótt um aðild að Verkstjórasambandi Íslands. Árið 1976 opnaði félagi skrifstofu í samvinnu við Stangveiðifélag Suðurnesja að Hafnargötu 26, en félögin fluttu síðan starfsemina í hús Sparisjóðsins að Suðurgötu 4, árið 1980. Í dag er félagið í eigin húsnæði að Hafnargötu 15 í Keflavík. Árið 2018 var nafni félagsins breytt í Stjórnendafélag Suðurnesja, en þá var nafni Verkstjórasambandsins breytt í Samband stjórnendafélaga.
Lesa nánar
Stjórnendafélag Vesturlands
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur. Excepteur sint occaecat cupidatat non proident, sunt in culpa qui officia deserunt mollit anim id est laborum
Lesa nánar
Stjórnendafélag Suðurlands
Stjórnendafélag Suðurlands varð til eftir sameiningu tveggja félaga, Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi og Þór félag stjórnenda. Á aðalfundi Varðar félags stjórnenda á Suðurlandi 15. mars 2018 var samþykkt að sameina Vörð og Þór félag stjórnenda. Þar var svo á framhaldsaðalfundi 3. maí 2018 að félögin sameinuðust í eitt félag Stjórnendafélag Suðurlands. Hér fyrir neðan má lesa sögu félaganna.
Lesa nánar
Jaðar félag stjórnenda á Akranesi
Þann 16.febrúar 1947 var stofnað Verkstjórafélag Akraness með 17 stofnfélaga og var samþykkt inn í V.S.Í. í júní sama ár sagði í fundargerð að þar með væru allir verkstjórar á Akranesi komnir í félagið nema einn. Orðið var til verkstjórafélag af meðalstærð.
Lesa nánar
Stjórn Félags stjórnenda
Viðar Þór Ástvaldsson
Formaður
Jónína Halldóra Jónsdóttir
Skrifstofustjóri
Einar Óskarsson
Gjaldkeri
Þórmar Viggóson
Varaformaður
Kristján Sveinsson
Meðstjórnandi
Sævar Jóhannesson
Meðstjórnandi
Kristján Sveinsson
Meðstjórnandi
María Valdimarssdóttir
Meðstjórnandi
Helgi Jóhannsson
Meðstjórnandi
Sveinn Þórðarson
Formaður orlofsnefndar
Gestur Haraldsson
Orlofsnefnd
Þorgeir Jósefsson
Orlofsnefnd
„Ég valdi stjórnendafélagið vegna þess að þar fæ ég aðgang að góðum orlofshúsum. Ég fæ líka ýmiskonar heilsutengda styrki sem skiptir mig miklu máli. “
Andri Lindberg Karvelsson