Verkstjórafélag Akraness Stjórnendafélagið Jaðar
Þann 16.febrúar 1947 var stofnað Verkstjórafélag Akraness með 17 stofnfélaga og var samþykkt inn í V.S.Í. í júní sama ár sagði í fundargerð að þar með væru allir verkstjórar á Akranesi komnir í félagið nema einn. Orðið var til verkstjórafélag af meðalstærð.
Verkstjórarnir á Akranesi voru mikið til starfandi við fiskvinnslu og aðra vinnu tengda höfninni en einnig við iðnfyrirtæki í bænum sem smám saman fór fjölgandi . Á fundinum var Guðmundur Finnbogason kosinn formaður , gjaldkeri Finnur Árnason og ritari Lýður Jónsson. Félagið var samþykkt inn í Verkstjórasambandið í júní þetta ár. Félaginu gekk bærilega að halda starfsemi sinni fram til ársins 1955, síðan lagðist doði yfir og lá starfsemi að mestu niðri til ársins 1962 en þá var það með erindrekstri Verkstjórasambandsins . Fljótt eftir endurreisn voru félagaar 14 og félagsstarfið var eftir það á eðlilegum grunni.
Á árinu 1990 voru fest kaup á sumarhúsi í Húsafelli.Húsnæði þetta reyndist félaginu vel og var mikið sótt af félagsmönnum og þeir voru allir mjög áhugasamir um að vinna að hag félagsins. Árið 1993 er Kristinn Þ. Jensson formaður félagsins Gunnar Sigurjónsson gjaldkeri pg Friðjón Guðmundsson ritari.Árið 1995 var tekin inn hitaveita í bústaðinn og í hann sett mikið af áhöldum og innanstokksmunum. Einnig var byggt við hann skúr fyrir geymslu og inntak á köldu og heitu vatni. Einnig var byggð verönd beggja vegna við bústaðinn og einnig var heitum potti komið við hjá bústaðnum.Árið 2002 var mikill músagangjur í Húsafelli og fékk bústaður félagsins vel að finna fyrir því eins og aðrir bústaðir. Árið 2003 urðu miklar skemmdir á bústaðum vegan vatnstjóns og var farið í miklar endurbætur á bústaðum eftir það. Á aðalfundi 2004 var ákveðið að bæta einum manni við í stjórnina og var Birgir Elínbergsson kosin sem meðstjórnandi. Árið 2006 kom upp veggjalús í bústaðnum og þurfti að frysta hann og loka bústaðnum og henda öllum áhöldum og lausamunum eftir að fengin var meyndýraeyðir sem ekki skilaði árangri. Á árinu 2007 var samþykkt í stjórn að selja bústaðinn , og kaupa í staðinn 2 fellihýsi. Á aðalfundi 2007 voru lögð til endurskoðunnar í fyrsta skipti lög félagsins. Á fundinum var einnig kosin ný stjórn en hana skipuðu Birgir Elínbergsson formaður, Jóhannes Hreggviðsson gjaldkeri,Kristinn Þ. Jensson ritari , Einar Bjargmundsson varaformaðurog Guðjón Guðmundsson meðstórnandi.
Árið 2009 var samþykkt að kaupa húsbíl fyrir felagið og var samþykkt að leigja bílinn út á 25.000 vikuna fyrir félagsmenn og 50.000.- fyrir utanfélagsmenn og fellihýsi 10.000 og 20.000 fyrir utanfélagsmenn. Á Aðalfundi 2009 var kosin ný stjórn Birgir Elínbergsson formaður Einar Bjargmundsson varaformaður , Kristján Sveinsson gjaldkeri Jóhannes Hreggviðsson ritari og Skapti Steinólfsson meðstórnandi.
Árið 2010 var rætt um að finna nýtt nafn á félagið og skal það gert fyrir næsta aðalfund einnig var rætt um að ræða við önnur félög um sameiningu. Félagið hlaut nafið Stjórnendafélagið Jaðar sem samþykkt var á stjórnarfundi . Á árinu 2010 var rætt um að kaupa nýjan bústað fyrir félagið og selja bifreiðina. Á fundi 22 janúar 2011 var samþ. með 12 atkv. gegn 2 að kaupa bústaðinn og selja bifreiðina. Bústaðurinn sem keyptur var í í landi Kamshóls í Svínadal er á Norðurás nr. 9.
Birgir Elínbergsson formaður félagsins lést 3 janúar 2012 og var Einar Bjargmundsson falin formennska fram að næsta aðalfundi. Á aðalfundi félagsins 20 mars 2012 var ný sjórn kosin sem skipuð var. Formaður Kristján Sveinsson,Varaformaður Magnús Óskarsson ,Ritari Guðbrandur Þorvaldsson,Gjaldkeri Einar Bjargmundsson,Meðstjórnandi Stefán Þórðarson.
Starfsemi félagsins hefur gengið vel og mikið hefur verið rætt um að sameinast öðrum félögum sem hefur ræst með stofnun Félags Stjórnenda sem 4 félög hafa sameinas um að ganga í árið 2024.
Síðasta stjórn Stjórnendafélagsins Jaðar er Formaður Kristján Sveinsson,Varaformaðu Eyþór Óli Frímannsson, Ritari Andri Lindberg Karvelsson, Gjaldkeri María Sigurjónsdóttir,Meðstjórnandi Stefán Jónsson.
Stjórnarmenn frá Akranesi í Verkstjórasambandi Íslands hafa verið frá stofun sambandsins 1938 Björn Jónsson varamaður 1973-1975 Finnur Árnason varaforseti 1955-1959 Sigurður Einarsson varamaður 1975-1977 Valdimar Eyjólfsson meðstjórnandi 1951-1955 og Kristján Sveinsson meðstórnandi frá 2011-2025 í STF Sambandi Stjórnendafélaga.