Saga stjórnendafélags Suðurnesja
Verkstjórafélag Suðurnesja var formlega stofnað, þann 12. janúar 1950. Félagið fagnaði því 70 ára afmæli árið 2020.
Stofnendur félagsins voru 14 verkstjórar úr Vogum, Grindavík, Keflavík, Höfnum og Garði. Strax á stofnfundinum var sótt um aðild að Verkstjórasambandi Íslands. Árið 1976 opnaði félagi skrifstofu í samvinnu við Stangveiðifélag Suðurnesja að Hafnargötu 26, en félögin fluttu síðan starfsemina í hús Sparisjóðsins að Suðurgötu 4, árið 1980. Í dag er félagið í eigin húsnæði að Hafnargötu 15 í Keflavík.
Árið 2018 var nafni félagsins breytt í Stjórnendafélag Suðurnesja, en þá var nafni Verkstjórasambandsins breytt í Samband stjórnendafélaga.